Björg Fenger

2. sæti

GARÐABÆR

„Kjósum fjölskylduvænt samfélag með traustan fjárhag.“

Um mig

Kæru Garðbæingar,

Í störfum mínum sem bæjarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs hef ég lagt áherslu á að Garðabær sé fjölskylduvænt samfélag með framúrskarandi og fjölbreyttu íþrótta-, tómstunda-, og forvarnarstarfi fyrir alla aldurshópa. Ég leiddi meðal annars vinnu starfshóps vegna undirbúnings byggingar á fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar, vann að útvíkkun forvarnarvikunnar þannig að horft væri til allra aldurshópa ásamt því að vinna að aukinni heilsueflingu í samstarfi við félög eldri borgara í bænum.

Í ört stækkandi sveitarfélagi eru mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni fram undan. Ég hef brennandi áhuga og metnað til að vinna að því að Garðabær haldi áfram að vera eftirsóknarvert bæjarfélag í fremstu röð, þar sem góð þjónusta við bæjarbúa, skilvirk stjórnsýsla, ráðdeild í rekstri og lágar álögur eru hafðar að leiðarljósi.

Ég bý yfir fjölbreyttri reynslu sem ég er sannfærð um að muni nýtast vel í áframhaldandi störfum fyrir bæjarfélagið.

Fjölskylduvænt samfélag

Ég vil að fólki á öllum aldri séu búnar aðstæður til að lifa góðu lífi í Garðabæ þar sem áhersla er lögð á framsækið skólastarf, heilsueflandi umhverfi og framsýni í skipulagsmálum.

Öflugt og framsækið skólastarf

  • Nám taki mið af tækifærum og áskorunum komandi kynslóða.
  • Grunn- og leikskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir með góðri vinnuaðstöðu og öflugum þróunarsjóðum.
  • Samþætting skóla og íþrótta- og tómstundastarfs auðveldar skipulagningu fjölskyldulífs og fjölgar gæðastundum.

Heilsuefling og forvarnir fyrir alla aldurshópa

  • Nýtum rannsóknir og mælingar til að bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa.
  • Góð upplýsingagjöf og samstarf milli foreldra, skóla og frístundastarfs er lykilforsenda í árangri í forvarnarmálum.
  • Gerum eldra fólki kleift að búa öruggt í heimahúsi eins lengi og vilji þess stendur til.

Framsýni í skipulagsmálum

  • Tryggjum fjölbreytt húsnæði fyrir íbúa á ólíkum æviskeiðum.
  • Áframhaldandi uppbygging á göngu- og hjólastígum og samtenging hverfa.
  • Öflugar strætósamgöngur og reglulegar ferðir frístundabíls milli skóla og íþrótta- 
og tómstundastarfs.

Lífsgæði íbúa

Garðabær er í fremstu röð þegar kemur að kröftugu íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Jafnframt er þar að finna fjölbreytta möguleika til útivistar og hollrar afþreyingar.

Íþrótta- og tómstundastarf

  • Framúrskarandi aðstaða til fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundaiðkunar fyrir fólk á öllum aldri.
  • Öflugt samstarf bæjarins við íþrótta- og tómstundafélög í bænum.
  • Áhersla á bæði afreks- og almenningsíþróttir.

Menningarlíf

  • Áframhaldandi uppbygging miðbæjarins.
  • Öflugt og fjölbreytt menningarstarf fyrir alla aldurshópa.
  • Samstarf skóla og menningarstofnana bæjarins eflt frekar.

Umhverfi

  • Fallegur og snyrtilegur bær þar sem viðhaldi er vel sinnt.
  • Fjölbreyttir möguleikar á útivist í fallegri náttúru innan bæjarins sem og í friðlandinu.
  • Umhverfisvitund bæjarbúa efld og hvers kyns mengunarvarnir auknar.

Garðabær er í fremstu röð þegar kemur að kröftugu íþrótta-, tómstunda- og menningarstarfi. Jafnframt er þar að finna fjölbreytta möguleika til útivistar og hollrar afþreyingar.

Traustur fjárhagur

Lágar álögur

  • Álagning opinberra gjalda áfram lág.
  • Lágu skuldahlutfalli viðhaldið og ráðdeild sýnd í meðferð fjármuna.

Skilvirk áætlanagerð

  • Markviss áætlanagerð og skilvirkt eftirlit með framkvæmd þeirra.
  • Leitað til bæjarbúa um ábendingar við gerð fjárhagsáætlunar.

Framúrskarandi þjónusta

  • Hátt þjónustustig með áherslu á að íbúar hafi val.
  • Samskipti við stofnanir bæjarins auðvelduð með aukinni stafrænni þjónustu.

Greinar

Njótum efri áranna

Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi.

Lesa meira

Bættar almenningssamgöngur í Urriðaholti

Á fundi bæjarráðs Garðabæjar 28. september síðastliðinn var samþykkt ný akstursáætlun Strætó í Urriðaholti frá og með 1. október 2021. Hin nýja akstursáætlun mun bæta til muna almenningssamgöngur í hverfinu.

Lesa meira

Stórbætt aðstaða til líkams- og heilsuræktar

Á síðustu vikum og mánuðum hafa bæjarbúar fylgst með hvernig nýtt fjölnota íþróttahús hefur risið hratt og örugglega upp í Vetrarmýrinni. Afhending nálgast óðfluga en þessa dagana er verið að vinna við að loka húsinu. Samkvæmt verkáætlun verktakans á að afhenda húsið í lok þessa árs og verður það svo fullfrágengið, í samræmi við útboðsgögn, í febrúar 2022.

Lesa meira

Metnaðarfull uppbygging á fjölbreyttri íþróttaaðstöðu

Í störfum mínum síðastliðin átta ár sem formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og fulltrúi í samstarfsnefnd skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, hef ég lagt áherslu á ýmiskonar uppbyggingu á fjölbreyttri aðstöðu fyrir íþrótta- og tómstundastarf fyrir alla aldurshópa. Tel ég að slík uppbygging hafi gríðarlega mikið samfélagslegt gildi og styðji vel við velsæld íbúa.

Lesa meira

Staða ungmenna í Garðabæ er almennt góð

Ungmennum í Garðabæ líður almennt vel samkvæmt nýjum niðurstöðum sem rannsóknamiðstöðin Rannsóknir og greining kynnti nýverið. Þar kemur fram að lykilatriði í að stuðla að vellíðan barna og unglinga er m.a. samvera með foreldrum, einfalt heimilislíf eins og að borða saman, ísbíltúr, spjall og spil.

Lesa meira

Garðabær í fremstu röð

Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri.

Lesa meira

Lífshlaupið

Miðvikudaginn 2. febrúar hefst Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja landsmenn til að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er í frítíma, í skóla og við val á ferðamáta. Þrátt fyrir að Lífshlaupið sé átaksverkefni er það von mín að átakið leiði til þess að fleiri tileinki sér reglubundna hreyfingu.

Lesa meira

Virðing og velferð

Í samstarfi íþrótta- og tómstundaráðs, leik-, grunn- og Tónlistarskóla Garðabæjar, ungmennaráðs, Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Jónshúss og frjálsu félaganna í bænum er forvarnarvika Garðabæjar nú haldin í sjötta sinn. Markmið forvarnarvikunnar er að vekja athygli á mikilvægum og fjölbreyttum þáttum í forvarnarstarfi ásamt því að virkja bæjarbúa til þátttöku.

Lesa meira

Reglur um útivistartíma barna og unglinga

Reglur um útivistartíma eru fyrst og fremst til að vernda börn og unglinga. Það hefur sýnt sig að eftirlitslaus börn og unglingar sem eru úti langt fram á kvöld eru líklegri til að fikta við tóbak, áfengi og fíkniefni og lenda frekar í ýmis konar vandræðum.

Lesa meira

Upplýsingar um kjörfund

Utankjörfundur

Utankjörfundur verður haldinn frá og með mánudeginum 14. febrúar til og með föstudagsins 4. mars. Utankjörfundur fer fram í Valhöll, skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, á milli kl. 10 og 16 alla virka daga á fyrrgreindu tímabili. Við hvetjum kjósendur til að nýta sér utankjörfund ef viðkomandi er á leið til útlanda eða út á land eða vill einfaldlega klára málið tímanlega.

Kjörfundur 5. mars

Kjörfundur fer fram laugardaginn 5. mars milli kl. 9 og 19. Ætlunin er að kjörfundur fari fram í húsakynnum sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ að Garðatorgi 7. Undirkjörstjórn sér um framkvæmd kjörfundar.

Hverjir mega kjósa í prófkjörinu?

Þau sem náð hafa 15 ára aldri, eiga lögheimili í Garðabæ og eru skráð í Sjálfstæðisflokkinn (Hugin eða Sjálfstæðisfélag Garðabæjar) mega kjósa í prófkjörinu. Öll sem eru orðin 18 ára þann 5. mars geta skráð sig í flokkinn á kjördag en þau sem eru á aldrinum 15-17 ára þurfa að vera búin að því a.m.k. daginn fyrir kjördag, best er að 15-17 ára einstaklingar skrái sig í flokkinn fyrir 1. mars til að vera alveg örugg varðandi skráningu og kosningarétt í prófkjörinu.

Prófkjör Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ fer fram laugardaginn 5. mars 2022

Ganga í Sjálfstæðisflokkinn